KCNA tilkynnti um þetta eftir að fjölmiðlar í Suður-Kóreu skýrðu frá því að svo virtist sem Kim væri á leið til Kína með lest. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru ekki vön að staðfesta eða fjalla um fundi leiðtogans fyrr en að þeim loknum.
Lest Kim kom til Peking um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma að sögn Yonhap fréttastofunnar.
Þetta verður fjórði fundur leiðtoganna en þeir hittust fyrst í mars, sex árum eftir að Kim tók við völdum af föður sínum. Kínverjar eru helstu og nánast einu bandamenn Norður-Kóreu.