Múslímar og gyðingar eru ósáttir við þetta bann og segja það brjóta gegn reglum Evrópusambandsins um trúfrelsi. Flanders er fyrsta héraðið í Belgíu sem bannar slátrun án þess að dýrin séu rotuð fyrst en Wallonia mun fljótlega fylgja í kjölfarið.
Evrópuþing gyðinga sagði í umsögn um tillögurnar að þetta væri „stærsta árásin á trúarleg réttindi gyðinga síðan á hernámi nasista stóð“.
Samkvæmt lögunum verður að rota dýrin með raflosti áður en þeim er slátrað en samkvæmt frétt Daily Mail segir flest baráttufólk fyrir réttindum dýra að það sé mannúðlegri aðferð en aðferðir gyðinga og múslíma og samræmist því dýraverndarsjónarmiðum betur.
Samfélög múslima og gyðinga í Belgíu hafa mótmælt lögunum og segja að dýrin verði að vera „við fullkomna heilsu“ þegar þau eru skorin á háls og því megi ekki rota þau fyrst. Þá hafa heyrst raddir um að þetta snúist minnst um dýravelferð heldur séu lögin tilkomin vegna andúðar á gyðingum og múslímum.
í nokkrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Nýja-Sjálandi er bannað að slátra dýrum nema þau séu rotuð fyrst.