fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Trump og repúblikanar njóta sáralítis fylgis í Washington D.C. – Nánast eins flokks kerfi í höfuðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:45

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill efnahagslegur og félagslegur munur í Washington D.C. höfuðborg Bandaríkjanna og þá er skipting íbúa eftir kynþætti mjög afgerandi en svartir íbúar borgarinnar eru í miklum meirihluta. En þrátt fyrir þennan mikla mun í íbúasamsetningu og efnahag borgarbúa þá eiga borgarbúar það langflestir sameiginlegt að vera hvorki hrifnir af Donald Trump, forseta, né repúblikönum yfir höfuð.

Í hverfum efnaðra borgarbúa mætti ætla að repúblikanar gætu sótt góðan stuðning en svo er ekki. Demókratar höfða frekar til kjósenda í þessum hverfum sem og í fátækari hverfum borgarinnar. 76 prósent kjósenda í borginni eru skráðir sem demókratar, 17 prósent sem óháðir og tæplega 7 prósent sem repúblikanar. Í borgarstjórn sitja 11 demókratar og tveir óháðir frambjóðendur. Borgarstjórinn, Muriel Bowser, er demókrati og svört. Hún hefur setið í borgarstjórastólnum síðan 2015, var endurkjörin á síðasta ári en borgarstjórinn er kosinn beinni kosningu.

Í forsetakosningunum 2016 fékk Trump aðeins 13.000 atkvæði í höfuðborginni eða um fjögur prósent.

Það var ekki fyrr en 1961 sem íbúar höfuðborgarinnar fengu að kjósa í forsetakosningum og enn þann dag í dag geta þeir ekki kosið í þingkosningum. Í síðustu fjórtán forsetakosningum hafa frambjóðendur demókrata fengið meirihluta atkvæða í borginni. Þetta á meira að segja við um „vonlausa“ frambjóðendur flokksins eins og Michael Dukakis 1988 og George McGovern 1972.

Í borgarpólitíkinni er staðan sú sama, demókratar ráða þar ríkjum. Bowser fékk til dæmis 80 prósent atkvæða þegar hún var endurkjörinn borgarstjóri á síðasta ári. Í öðru sæti var frambjóðandi Græningja og í þriðja sæti jógakennari, sem bauð fram sem óháður frambjóðandi. Repúblikanar buðu ekki einu sinni fram til borgarstjóraembættisins, svo vonlaus var staða þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Í gær

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku