The Guardian skýrir frá þessu. Blaðið segir að 56 prósent Lundúnabúa styðji þessar aðgerðir en 40 prósent séu þeim mótfallnir. Healthy Air hópurinn, sem berst fyrir bættum loftgæðum í borginni, hrósar Khan fyrir aðgerðirnar en The Motorcycle Action Group, samtök bifhjólaeigenda, eru á móti þeim og segja að þetta komi sér sérstaklega illa fyrir mörg þúsund manns sem aka gömlum mótorhjólum en sérstök gjöld verða lögð á þau ökutæki sem menga mest.