fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Ástsjúk kona sendi manni 159.000 skilaboð eftir eina stefnumót þeirra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:10

Jacqueline Ades.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins tíu mánuðum tókst Jacquelin Ades, sem býr í Arizona í Bandaríkjunum, að senda 159.000 skilaboð til karlmanns sem hún hafði farið á eitt stefnumót með. Í mörgum þessara skilaboða hafði hún í hótunum við manninn. Meðal annars sagðist hún ætla að búa til sushi úr lifur hans og borða með matarprjónum gerðum úr beinum hans.

Þetta kemur fram í gögnum málsins en Arizona Central hefur fengið aðgang að þeim. Segir blaðið að í upphafi hafi skilaboðin ekki verið ógnandi en þau fóru að vera það eftir að lögreglan varð dag einn að fjarlægja konuna frá húsi mannsins. Ekki hefur verið skýrt frá nafni hans en bandarískir fjölmiðlar segja að hann sé forstjóri fyrirtækis sem selur snyrti- og húðvörur.

Fólkið komst í samband við hvort annað í gegnum stefnumótasíðuna Luxy en hún er ætluð fólki sem hefur meira en 500.000 dollara í árslaun. Eftir að hafa skipst á skilaboðum í gegnum síðuna í nokkra daga ákváðu þau að hittast. En stefnumótið gekk ekki alveg eins og maðurinn hafði átt von á og sagði hann konunni að hann hefði ekki áhuga á að hitta hana aftur. Það dró ekki mátt úr henni eða áhuga á manninum og sendi hún honum allt að 500 skilaboð á dag. Þá birtist hún að minnsta kosti tvisvar við heimili hans næsta hálfa árið.

Ein skilaboðanna frá Jacqueline.

Í apríl á síðasta ári, tíu mánuðum eftir stefnumótið, var maðurinn erlendis og þá braust konan inn í hús hans. Þegar lögreglan kom á vettvang var Jacquelin í baði. Aðspurð sagðist hún hafa búið til sögu í höfði sér um að hún ætti heima í húsinu.

„Á undanförnum mánuðum hefur hann sagt mér að ég eigi að hverfa úr lífi hans en ég get það ekki því ég elska hann sífellt meira með hverjum deginum.“

Sagði hún við lögreglumennina. Þegar þeir leituðu í bíl hennar fundu þeir stóran eldhúshníf.

Mál Jacquelin verður tekið fyrir hjá dómstól í Arizona í byrjun febrúar en hún er ákærð fyrir að hafa ofsótt manninn og að hafa farið í óleyfi inn í garð hans og heimili. Hún neitar sök. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagði hún að hún hafi ekki ætlað að vinna honum mein.

„Það kom eitthvað yfir mig. Það er í lagi mín vegna ef einhver önnur fær hann. Hann er svo góður. Ég skil bara ekki að hann sé hræddur við mig.“

Sagði hún í yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið