fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta eru þau sem létust í lestarslysinu í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Fjóni tilkynnti í morgun að kennsl hafi verið borin á alla þá sem létust í lestarslysinu hræðilega á Stórabeltisbrúnni á miðvikudaginn. Átta létust í slysinu, fimm konur og þrír karlar. Fólkið var á aldrinum 27 til 60 ára og voru þau öll danskir ríkisborgarar.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að þau sem létust séu:

28 ára kona frá austurhluta Fjóns.

51 árs karlmaður frá norðurhluta Fjóns.

30 karlmaður frá Árósum.

45 ára kona frá Óðinsvéum.

60 ára kona frá Óðinsvéum.

27 ára kona frá miðhluta Fjóns.

59 ára kona frá Kaupmannahöfn.

30 karlmaður frá Grænlandi.

Lögreglan segir að fólkið tengist engum fjölskylduböndum. Ættingjum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin. Lögreglan mun ekki skýra frá nöfnum hinna látnu.

Fjölskylda mannsins frá Grænlandi skýrði sjálf frá nafni hans í gær en hann hét Kasper Brix Bærndt, var ættaður frá Norður-Jótlandi, en bjó á Grænlandi.

Enn er unnið að rannsókn á tildrögum slyssins en lögreglan og stórslysanefndin annast rannsóknina. Reikna má með að hún taki allt að eitt ár. Dagblaðið Politiken skýrði frá því í morgun að vindhraðamælir á Stórabeltisbrúnni hafi verið bilaður á miðvikudaginn og því hafi dönsku járnbrautirnar ekki haft réttar upplýsingar um vindhraða á brúnni en hann skiptir miklu þegar ákvarðanir eru teknar um lestarsamgöngur yfir hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga