Maren býr í Paamiut á Grænlandi en fór til Nuuk til að eignast stúlkuna. Hún átti að eiga þann 3. desember en daginn áður lést stúlkan í móðurkviði og í framhaldinu var hún tekin með keisaraskurði.
„Sársauki sem þessi er ekki til að afbera. Að fara heim með látið barn. Ég hafði hlakkað svo til að eignast annað barn.“
Fimm dögum eftir útförina fékk Maren skilaboð um að kistan, sem hún hafði heim með sér frá Nuuk, hefði verið tóm eftir því sem segir í frétt Sermitsiaq.ag.
„Ég get ekki lýst tilfinningunni. Ég fékk áfall. Ég hugsaði með mér: „Af hverju þarf ég að ganga í gegnum þetta?““
Sagði hún í samtali við Sermitsiaq.
Önnur útför fór því fram viku eftir þá fyrri.
„Þetta er erfitt. Ég hélt að útförinni væri lokið og við gætum haldið lífinu áfram. Ég hafði aðeins náð áttum eftir útförina.“