Það var hús í Wanneroo nærri Perth í Ástralíu sem hljóðin bárust nýlega frá. Daily Mail skýrir frá þessu. Lögreglumenn umkringdu húsið og síðan hófust aðgerðir þeirra. Þeir náðu strax sambandi við húsráðandann og létti mjög þegar skýring fékkst á öskrunum og látunum. Málið var allt mun sakleysislegra en leit út fyrir í upphafi.
Það var húsbóndinn sem hafði öskrað en öskrin voru vegna köngulóar sem hafði komið gangandi inn í sjónsvið hans á meðan hann sat og borðaði morgunmat. Maðurinn þjáist af gríðarlegri hræðslu við köngulær og því upphófust mikil öskur og læti á meðan hann reyndi að drepa kvikindið. Barnið öskraði einnig af hræðslu við dýrið ógurlega.
Lögreglan tísti um þetta „öðruvísi“ mál undir fyrirsögninni: „Aldrei leiðinlegt hjá lögreglunni“. Þar kemur fram að enginn hafi meiðst en köngulóin hafi verið úrskurðuð dauð á vettvangi.