fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Voru langt komnir með undirbúning hins fullkomna bankaráns – Þá gerðist svolítið óvænt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 06:03

Inngangurinn í göngin. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duglegir og hugvitssamir afbrotamenn tóku sig til fyrir nokkru og byrjuðu að grafa göng sem áttu að liggja inn í banka í Pembroke Pines verslunarmiðstöðinni í Flórída. Vandað var til verka og fóru gangnagerðarmenn leynilega með verkefnið enda mikið til vinnandi að ekki kæmist upp um þá. En óvæntur atburður við inngang verslunarmiðstöðvarinnar kom upp um verkefnið.

Á miðvikudaginn var lögreglunni tilkynnt um að hola væri að myndast við inngang verslunarmiðstöðvarinnar. Holur eins og þessar, sem eru nefndar sinkhole á ensku, komast öðru hvoru í fréttirnar enda geta þær orðið ansi stórar og gleypt ýmislegt. Lögreglan brást því skjótt við enda ekki að vita hversu stór þessi hola yrði og hvort hún myndi gleypa bíla og annað á bifreiðastæðinu við verslunarmiðstöðina.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn sáu þeir að hola hafði myndast í malbikinu. Við nánari skoðun sást að hún teygði sig að „holu í holunni“ en það reyndust vera göng sem var nýbúið að grafa. Að sjálfsögðu skoðuðu lögreglumennirnir göngin betur og sáu að þau voru 60 til 120 sm í þvermál og að minnsta kosti 5 metra löng. Inngangur þeirra var í skóglendi skammt frá verslunarmiðstöðinni og lágu þau beint að útibúi Chase bankans í verslunarmiðstöðinni.

Þessi hola kom upp um áætlun bankaræningjanna.

„Ég myndi vilja segja að ég hafi séð eitthvað þessu líkt í kvikmyndum en þessi göng eru svo þröng, þetta er alveg einstakt.“

Sagði Michael Leverock, talsmaður alríkislögreglunnar FBI, um málið.

Inngangur gangnanna var falinn bak við timburplötu. Inni í göngunum fundust skítug stígvél, lítill heimagerður stigi, kollur, tæki til að grafa með og lítil rafstöð.

„Þetta fólk notaði axir og lítinn vagn.“

Sagði Leverock.

Lögreglan sendi fjarstýrðan bíl inn í göngin til að kanna þau betur og komst að því að þau lágu alveg upp að bílalúgu bankans. Bankinn er enn opinn en bílalúgan er ekki opin þessa dagana í kjölfar þessarar uppgötvunar.

Lögreglan veit ekki hver eða hverjir voru að verki eða hversu lengi verkið hefur staðið yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?
Pressan
Í gær

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings