fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Trump biður leyniþjónustur sínar um að „setjast aftur á skólabekk“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og leyniþjónustur hans eru greinilega á öndverðum meiði um stöðu heimsmála. Þetta fer illa í Trump og í gær skammaði hann leyniþjónustustofnanir fyrir mat þeirra á stöðunni í Íran og aðgangi Írana að kjarnorkuvopnum.

Í nokkrum Twitterfærslum skammaði hann leyniþjónusturnar og sagði að þær „virðist vera einstaklega aðgerðarlausar og barnalegar“ hvað varðar Íran. Þessum skilaboðum hans virðist vera beint gegn Gina Haspel, yfirmanni hjá CIA, sem sagði fyrr í vikunni að „tæknilega séð“ virti Íran kjarnorkusamninginn.

Það kemur skýrt fram í skrifum Trump að öryggisráðgjafarnir, sem ríkisstjórn hans valdi til starfa, hafa rangt fyrir sér að hans mati og að hættan sem stafar að Íran fari vaxandi.

„Kannski ættu þau að setjast aftur á skólabekk.“

Sagði forsetinn.

Á þriðjudaginn kom Dan Coats, sem er æðsti yfirmaður nokkurra leyniþjónustustofnana, til dæmis CIA og NSA, fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og fór yfir stöðu mála. Hann sagði að leyniþjónusturnar hafi ekki séð nein merki þess að Íran hafi brotið afvopnunarsamninginn en Trump hefur einmitt margoft haldið því fram að Íranar hafi gert það.

Hann fór einnig yfir mál tengdum öðrum ríkjum og ógnir gegn öryggi ríkisins. Hann ræddi meðal annars um Íslamska ríkið, Norður-Kóreu og Rússland sem og loftslagsbreytingarnar.

Í mörgum þessara mála fer mat leyniþjónustustofnananna þvert gegn mati Trump. Til dæmis telja leyniþjónusturnar ólíklegt að Norður-Kórea muni leggja kjarnorkuvopnaáætlun sína niður en Trump hefur látið hafa eftir sér að engin „kjarnorkuhætta“ stafi nú af Norður-Kóreu. Trump tjáði sig einnig um stöðuna í Afganistan, Íslamska ríkið og hið góða samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Hann lét þó alveg eiga sig að segja eitthvað um aðvaranir leyniþjónustustofnana um að Rússar og önnur ríki muni væntanlega reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og blanda sér í forsetakosningarnar 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga