Sendillinn hafði tekið við pakkanum úr hendi konu sem tók á móti honum í dyrunum. Á pakkanum stóð „Hringdu í 911“, sem er neyðarnúmerið í Bandaríkjunum. Sendillinn vissi ekki af hverju þetta var skrifað á pakkann en hringdi samt sem áður í 911. Það sem hann vissi ekki var að þegar hann tók við pakkanum hjá konunni stóð eiginmaður hennar, James Taylor Jordan, fyrir aftan hana og miðaði byssu á hana. Þetta gerði hann til að koma í veg fyrir að hún gerði eitthvað, sem hann taldi vera heimskulegt, en hún var með áætlun og hratt henni í framkvæmd þegar sendillinn kom.
Hún sá sendilinn sem bjargvætt sinn sem hann og reyndist vera. Lögreglan brást við símtali hans og sendi fjölmennt lögreglulið að húsinu. Jordan var handtekinn og konan gat sagt lögreglunni sögu sína.
Hún og þriggja ára barn hennar höfðu verið í gíslingu Jordan í rúmlega 15 klukkustundir. Barnið hafði verið læst inni á baði allan þennan tíma án þess að fá mat. Jordan hafði bannað henni að nota síma eða yfirgefa húsið. Hún reyndi samt sem áður að flýja en hann náði henni og dró hana aftur inn í húsið. Auk þess misþyrmdi hann henni kynferðislega.
Sem betur fer tókst henni að skrifa þessi tvö orð á pakkann í þeirri von að sendillinn myndi taka mark á þeim, sem hann og gerði.