fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hvað var dularfulli „sívalningsmaðurinn“ að gera á yfirráðasvæði hersins?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 21:00

Frá vettvangi. Mynd:Nye County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudagskvöldið var maður skotinn til bana eftir eftirför á yfirráðasvæði bandaríska hersins í eyðimörk í Nevada. Allur aðgangur að svæðinu er óheimill og mikil öryggisgæsla er þar. Yfirvöld hafa þagað þunnu hljóði um málið og því hafa fjölmiðlar velt þeirri spurningu upp hvað maðurinn, sem hefur verið nefndur „sívalningsmaðurinn“ hafi verið að gera inni á svæðinu?

Alríkislögreglan FBI fer nú með rannsókn málsins. Einu vitnin í því eru lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans í Nye sýslu og öryggissveitir hersins sem reyndu að stöðva för mannsins þegar hann kom akandi að eftirlitsstöð. Yfirvöld hafa ekki veitt neinar upplýsingar um hver maðurinn er eða af hverju hann reyndi að komast inn á þetta vel vaktaða svæði, sem nefnist Nevada National Security Site, með eitthvað sívalningslaga. Því er sú spurning áleitin hjá mörgum hvort hér hafi hryðjuverkaárás farið út um þúfur?

Á þessu svæði gerði herinn margar tilraunir með kjarnorkusprengjur, sú síðasta var gerð 2012. Þar er nú tilraunastöð flughersins.

Maðurinn kom akandi að hinum afgirta og aflokað herbæ Mercury á sjötta tímanum síðdegis á mánudaginn. Honum var gefið merki um að stöðva við varðstöð. Hann sinnti því ekki og ók framhjá varðstöðinni og hélt för sinni áfram. Eftir að lögreglan hafði veitt honum eftir för í 11 kílómetra stöðvaði hann og steig út úr bílnum og gekk í átt að lögreglubílnum. Hann hélt á sívalningslaga hlut að sögn lögreglunnar. Lögreglumenn skutu manninn til bana. Því hefur verið velt upp hvort hann hafi verið með vopn í höndum eða rörasprengju en yfirvöld hafa ekki viljað segja neitt um það frekar en annað sem tengist þessu dularfulla máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti