fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Var lokuð inni í lyftu í 60 klukkustundir – Milljarðamæringurinn hafði ekki sett neyðarhnapp í hana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 19:30

Lyftuferðin var afdrifarík. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgin var allt annað en ánægjuleg fyrir ráðskonu milljarðamærings, sem býr á Upper East Side á Manhattan í New York, því hún eyddi henni föst í lyftu í húsi vinnuveitanda síns. Engin neyðarhnappur er í lyftunni en slíkur hnappur á að vera í lyftum í borginni samkvæmt reglum.

Marites Fortaliza, 53, fór inn í lyftuna á föstudagskvöldið en hún festist á milli annarrar og þriðju hæðar. Hún starfar hjá milljarðamæringnum Warren Stephens og á hann húsið sem lyftan er í. Það varð Fortaliza til bjargar að á mánudagsmorguninn kom sendill að húsinu til að afhenda pakka. Hann heyrði neyðaróp Marites og undraðist að ekki var komið til dyra. Hann hringdi því í Stephens sem fékk dóttur sína til að koma á staðinn.

Stephens og kona hans voru í Arkansas og hafði Fortaliza verið að þrífa heimili þeirra á meðan.

Ekki er vitað með vissu hversu lengi Fortaliza sat föst í lyftunni, sem er pínulítil, en talið er að það hafi verið að minnsta kosti 60 klukkustundir. Þetta hvar greinilega engin sældardvöl því hún var flutt beint á sjúkrahús eftir að hún hafði verið frelsuð enda hafði hún ekki drukkið neitt allan þennan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti