Marites Fortaliza, 53, fór inn í lyftuna á föstudagskvöldið en hún festist á milli annarrar og þriðju hæðar. Hún starfar hjá milljarðamæringnum Warren Stephens og á hann húsið sem lyftan er í. Það varð Fortaliza til bjargar að á mánudagsmorguninn kom sendill að húsinu til að afhenda pakka. Hann heyrði neyðaróp Marites og undraðist að ekki var komið til dyra. Hann hringdi því í Stephens sem fékk dóttur sína til að koma á staðinn.
Stephens og kona hans voru í Arkansas og hafði Fortaliza verið að þrífa heimili þeirra á meðan.
Ekki er vitað með vissu hversu lengi Fortaliza sat föst í lyftunni, sem er pínulítil, en talið er að það hafi verið að minnsta kosti 60 klukkustundir. Þetta hvar greinilega engin sældardvöl því hún var flutt beint á sjúkrahús eftir að hún hafði verið frelsuð enda hafði hún ekki drukkið neitt allan þennan tíma.