fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Þriggja ára drengur lifði tveggja daga dvöl aleinn í skógi af – Ótrúleg frásögn hans af dvölinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 06:02

Casey Hathaway.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku hvarf Casey Hathaway, þriggja ára, skyndilega þegar hann var að leik við heimili ömmu sinnar í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum ásamt fleiri börnum. Mikil leit hófst strax að honum. Staðarlögreglan, alríkislögreglan FBI og herinn sendu fjölmennt lið á vettvang og fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í leitinni. Veður var slæmt og hitastig um frostmark.

Vonin um að finna Casey á lífi dvínaði með hverri mínútunni en á fimmtudaginn barst ábending. Kona sem var að viðra hundinn sinn taldi sig hafa heyrt barnsgrát inni í skógi. Leitarmenn voru strax sendir á staðinn og skammt frá vegi fannst Casey inni í þyrnirunna. Hann var fluttur beint á sjúkrahús. Úrhellisrigning var og allar aðstæður mjög slæmar. ABC11 segir að jafnvel fagmenn hefðu átt erfitt með að glíma við þessar aðstæður.

Casey var máttfarinn, kaldur og með skrámur en annars í ágætu ásigkomulagi. Lögreglan hefur enga skýringu á hvernig honum tókst að komast af við þessar erfiðu aðstæður. WCTI hefur eftir lögreglustjóranum á svæðinu að Casey hafi ekki komið með neinar skýringar á hvernig honum tókst að þrauka nema hvað hann hafi sagt að hann eigi vin í skóginum, björn, sem hafi verið með honum. Frænka Casey, Breanna Hathaway, skrifaði á Facebook að Casey segi að björn hafi verið með honum í tvo daga.

Margir efast um frásögn Casey af birninum en bloggarinn Tales of an Educated Debutante minnir í skrifum sínum á að áður hafi mál sem þessi komið upp þar sem börn, sem hafa villst í skóginum, hafi sagt að björn hafi eytt tíma með þeim.

„Ég er meðal þeirra sem trúi á birni.“

Segir bloggarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi