fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið lækningu við krabbameini – „Teljum okkur geta læknað krabbamein algjörlega innan árs“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 09:50

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ísraelskra vísindamanna telur sig hafa fundið lækningu við krabbameini. Þeir segja að hér sé um fyrstu algjöru lækninguna á krabbameini að ræða.

„Við teljum okkur geta læknað krabbamein algjörlega innan árs.“ Sagði Dan Aridor í samtali við Jerusalem Post. Hann og samstarfsfólk hans hjá Accelerated Evolution Biotechnologies Ltd. (AEBi) hafa unnið að þróun meðferðarinnar.

„Lækningaaðferð okkar verður virk frá fyrsta degi, mun taka nokkrar vikur og hafa engar eða sáralitlar aukaverkanir og verða ódýrari en aðrar krabbameinsmeðferðir. Lausn okkar verður bæði almenn og einstaklingsbundin.“

Sagði Aridor sem er stjórnarformaður AEBi.

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir ef rétt reynist að aðferðin virki svona vel enda greinast rúmlega 18 milljónir manna með krabbamein árlega í heiminum. Eitt af hverjum sex dauðsföllum í heiminum er af völdum krabbameins og er þetta næst algengasta dánarorsök fólks á eftir hjarta- og æðasjúkdómum segir í umfjöllun Jerusalem Post.

Í umfjöllun CNBC um málið kemur fram að aðferðin hafi aðeins verið prófuð á mýs fram til þessa og því megi ætla að sex til sjö ár séu í að lyfið verði samþykkt til notkunar enda þurfa að fara fram mjög strangar tilraunir á mönnum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn