fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Norðurheimskautið bráðnar – 100.000 ára plöntur koma undan ísnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 22:00

Frá Baffin eyju. Mynd:Simon Pendleton/UC Boulder/INSTAAR jökullinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja líklegt að hitinn á Norðurheimskautinu sé nú hærri en hann hefur verið síðustu 115.000 ár. Samfara þessum hita bráðnar ísinn sem hefur árþúsundum saman legið yfir eyjunum nærri Norðurpólnum. Kanadískir og bandarískir vísindamenn hafa nú staðfest að plöntur, sem hafa legið undir ís á Baffin eyju í rúmlega 100.000 ár, eru nú komnar undan ísnum.

Simon Pendleton, loftslagssérfræðingur hjá University of Colorado í Boulder, hefur ásamt fleirum rannsakað firði og dali á þessari kanadísku eyju sem er sú fimmta stærsta í heimi. Hún ætti að öllu jöfnu að vera ísi þakinn allt árið og aðeins örlítil bráðnun ætti að eiga sér stað á sumrin. En hnattræn hlýnun, sem hefur hingað til komið þyngst niður á Norðurheimskautinu, hefur raskað þessu jafnvægi. Það hefur í för með sér að plöntur á borð við mosa og fléttur hafa komið í ljós eftir að hafa verið undir ís árþúsundum saman.

Pendleton og samstarfsfólk hans tók 48 sýni við jaðar 30 íshellna. Með því að nota kolefnisgreiningu og ískjarnasýni frá Grænlandi hafa þeir náð að tímasetja aldur plantnanna og segja þær hafa vaxið á hlýju tímabili á milli tveggja ísalda en þeirri síðari lauk fyrir 115.000 árum.

Mosi á Baffin eyju. Mynd:Gifford Miller/UC Boulder/INSTAAR mosinn

Pendelton telur að hnattræn hlýnun hafi aldrei verið meiri síðustu 115.000 ár en nú er staðreynd. Norðurheimskautið hlýnar þrisvar til fjórum sinnum hraðar en aðrir staðir á jörðinni nú um stundir og því láta jöklar og ísbreiður eðlilega á sjá.

Ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða telja vísindamenn að Baffin eyja verði orðin íslaus eftir nokkur hundruð ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim