fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Búa sig undir Brexit-öngþveiti – Loka blóðbönkum í Kent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 05:59

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars og fram í maí verður ekki hægt að gefa blóð í Dover og Folkestone í Kent. Bresk heilbrigðisyfirvöld, NHS, hafa ákveðið að loka blóðbönkum þar vegna Brexit en samkvæmt áætlun munu Bretar yfirgefa ESB á miðnætti þann 29. mars næstkomandi.

Á Twitter segir NHS að ekki verði tekið við blóði í Dover og Folkestone frá miðjum mars þar til um miðjan maí. Ákvörðunin byggir á því að hugsanlega verður mikið umferðaröngþveiti í Kent í tengslum við útgönguna, sem enn er óljóst hvernig verður háttað, og því hætta á að starfsfólk NHS komist ekki til og frá mótttökustöðum blóðgjafa.

Dover er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands en þangað koma skip og ferjur í stríðum straumum alla daga með flutningabíla og vörur frá meginlandinu.

Margir stjórnmálamenn hafa gripið málið á lofti og nota það óspart í þeim pólitíska leik sem er í gangi um Brexit.

Virendra Sharma, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar geti kostað mannslíf.

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur þrýst á Theresa May, forsætisráðherra, að ábyrgjast að ekki komi til útgöngu nema samningur við ESB liggi fyrir.

NHS segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af blóðskorti þrátt fyrir þetta, nægt blóð muni verða til ráðstöfunar á sjúkrahúsum í Kent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“