fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

33 ára aldursmunur og ástfangin upp fyrir haus – „Ert þú pabbi hennar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 06:59

Isabella og Joseph.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki óalgengt að fólki horfi á Isabella Sainz og Joseph Conner frá Flórída í Bandaríkjunum þegar þau eru saman. Þau eru par sem er ekki í frásögur færandi nema hvað mörgum þykir alltof mikill aldursmunur á þeim. Joseph er 53 ára en Isabella er tvítug. Þau hafa verið saman í tvö ár og eiga nú tvær dætur og eru trúlofuð.

Á YouTuberás sinni segir Isabella frá sambandi þeirra og þar kemur meðal annars fram að hún hafi orðið barnshafandi eftir að þau höfðu verið saman í nokkrar vikur. Hún segir að henni hafi brugðið mikið við þessi tíðindi og hafi verið óttaslegin við að verða móðir.

En tveimur árum eftir að hún og Joseph kynntust eru þau enn saman og ekki minna ástfangin en í upphafi. Þau játa þó að aldursmunurinn sé eitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá.

„Allir hafa sínar skoðanir en lífið er stutt og þú átt að gera það sem gleður þig.“

Segir Isabella.

Þau kynntust og urðu ástfangin þegar þau unnu saman. Joseph var áður lögreglumaður en þjálfar nú íþróttalið. Isabella er heimavinnandi. Joseph á fjögur börn frá því áður og er Isabella 14 árum yngri en elsta barn hans.

Parið hamingjusama.

„Það er oft horft á okkur þegar við erum saman á almannafæri. Ókunnugir spyrja Joseph hvort hann sá pabbi minn. Stundum leiðréttum við fólk en stundum látum við bara eins og ég sé dóttir hans.“

Hún segist eiginlega ekki hafa verið svo hrifin af honum í upphafi en þegar hún kynntist honum betur hafi hún áttað sig á að hann var draumaprinsinn.

„Fjölskylda mín hafði áhyggjur af aldursmuninum en þegar þau kynntust okkur sem pari gekk þetta vel. Ég hef misst vini út af þessu. Margir, sem ég þekki, fóru í háskóla en ég valdi að vera móðir. Líf okkar tóku bara mismunandi stefnu.“

Fjölskyldan.

Joseph segir  að aldur Isabelle hafi aldrei skipt hann máli.

„Þetta snerist meira um persónuleika en aldur. Hún er mjög þroskuð og það er gaman að vera með henni. Margir halda að ég sé með henni af því að hún er mjög myndarleg en það er alls ekki ástæðan. Það eru aðallega miðaldra konur sem eiga erfitt með að samþykkja samband okkar.“

Isabelle segir að þrátt fyrir að hún og Joseph séu mjög hamingjusöm haif hún áhyggjur af framtíðinni.

„Auðvitað hef ég áhyggjur af heilsufari og að hann muni deyja of snemma. En við höfum ekki hugmynd um hvað mun gerast. Við eigum tvær stúlkur saman og reynum að fá það besta út úr lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans