fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Þetta er snjókarl! Vísindamenn NASA fagna myndum frá ystu mörkum sólkerfisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 07:59

Ultima Thule. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarið New Horizons hefur sent fyrstu góðu myndina af Ultima Thule, sem er hlutur á ystu mörkum sólkerfisins okkar, til jarðarinnar. Geimfarið flaug framhjá Ultima Thule að morgni nýársdags og í gær fóru myndir og önnur gögn að berast til jarðarinnar. Ultima Thule er lítill ísi þakinn hlutur í Kuiperbeltinu svokallaða.

Aldrei fyrr hefur geimfar rannsakað hlut svo fjarri plánetunni okkar. Bandaríska geimferðastofnunin NASA kynnti fyrstu myndirnar í gær og sögðust vísindamenn þar á bæ fagna því að Ultima Thule líkist snjókarli frekar en keilu eða jarðhnetu en miðað við fyrstu óskýru myndirnar frá geimfarinu mátti álykta sem svo um útlit Ultima Thule.

Ultima Thule er með líkama og höfuð í formi tveggja hluta sem hafa eitt sinn snúist um hvorn annan en á endanum hafa þeir verið komnir svo nærri hvor öðrum að þeir rákust saman og urðu að einum hlut. En Ultima Thule sker sig þó frá hefðbundnum snjókörlum að því leiti að hluturinn er rauður að lit. Ultima Thule er um 33 km að lengd og 14 km að breidd.

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule í um 3.500 km fjarlægð en það er ekki löng vegalengd þegar geimferðir eru annars vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð