Þetta gerðist í sænska sveitarfélaginu Falu í Dalarna. Það varð manninum að falli að ákveðið var að láta starfsmenn sveitarfélagsins fá nýja farsíma vegna starfa þeirra. Einn síminn var aldrei sóttur og þegar reynt var að hafa uppi í starfsmanninum, sem átti að fá hann, kannaðist enginn við nafn hans. Þá var farið að rannsaka málið betur og upp komst um svikin.
Þegar saga „starfsmannsins“ var skoðuð kom í ljós að hann hafði ekki verið frá vinnu einn einasta dag í þessi 14 ár vegna veikinda. Það er auðvitað pínu spaugilegt í ljósi þess að hann hafði ekki mætt til vinnu einn einasta dag. Svikin voru aðeins framkvæmanleg með hjálp og fljótlega lá ljóst fyrir að annað foreldri mannsins starfaði sem yfirmaður hjá sveitarfélaginu og hafði aðstoðað soninn við að fá „vinnu“ hjá sveitarfélaginu.