Kínverskir sérfræðingar ræða um að senda menn til tunglsins á þessu ári eða því næsta og taka geimstöð í gagnið á sama tíma.
Eitt af markmiðunum með tungllendingunni er að sýna að Kína sé land þar sem mikill hagvöxtur er og að tæknileg sérfræðikunnátta sé á háu stigi. Þetta á að sýna að kommúnistaflokknum hafi tekist að koma landinu út úr fátækt og til velmegunar.
Bakhlið tunglsins hefur aldrei verið rannsökuðu en lítill hópur bandarískra geimfara hefur barið hana augum en þeir sáu hana þegar geimför þeirra voru á braut um tunglið.