fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dánartalan eftir lestarslysið í Danmörku hækkar – Fundu fleiri lík í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 08:03

Skjáskot af útsendingu TV2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Fjóni í Danmörku hélt fréttamannafund fyrir stundu þar sem farið var yfir stöðu rannsóknar hins hræðilega lestarslyss sem átti sér stað á Stórabeltisbrúnni í gærmorgun. Meðal þess sem kom fram er að tvö lík til viðbótar fundust í lestinni í nótt. Tala látinna er því komin upp í átta en í gær var staðfest að sex hefðu látist og sextán slasast.

Svo virðist sem tengivagn fyrir flutningabíl hafi fallið af vöruflutningalest og á farþegalest sem mætti flutningalestinni á vestanverðri brúnni um klukkan 7.30 í gærmorgun. Tengivagninn lenti á fremsta vagni farþegalestarinnar og létust allir þeir sem sátu vinstra megin í þeim vagni.

Fimm karlar og þrjár konur létust í slysinu. Lögreglan hefur borið kennsl á fjögur lík og unnið er að því að bera kennsl á hin fjögur. Það er erfitt starf að sögn lögreglunnar þar sem líkin eru mjög illa farin, með alvarlega áverka og því þarf að styðjast við tannlæknaskýrslur og DNA-rannsóknir við rannsóknina.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá ástandi þeirra sem slösuðust.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“