fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Helen ætlar aldrei aftur á klósettið í myrkri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 17:30

Kyrkilsanga lætur fara vel um sig í klósetti. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Helen Richards, 59 ára, fór á klósettið heima hjá mágkonu sinni í Brisbane í Ástralíu í síðustu viku lenti hún í lífsreynslu sem breytir klósettvenjum hennar um ókomna framtíð.

Helen fór inn á klósett og settist á klósettið til að sinna þörfum sínum. Hún hafði ekki haft fyrir því að kveikja ljósið. Þegar hún var nýsest fann hún eitthvað sem hún líkir við „beitt bit“ á afturendanum.

„Ég hoppaði upp með buxurnar á hælunum. Þegar ég sneri mér við sá eitthvað sem líktist skjaldböku með langan háls síga niður í klósettið.“

Sagði hún í samtali við Courrier Mail.

En þetta var ekki skjaldbaka heldur 1,6 metra löng kyrkislanga að sögn slönguveiðimanna sem voru kallaðir á vettvang. Þeir skýrðu frá málinu á Facebooksíðu sinni og birtu meðfylgjandi myndir. Þeir segja að Richards hafi brugðist hárrétt við með því að sturta ekki niður því það geti orðið til þess að slöngurnar hverfi niður í rörakerfin.

Svo vara bara að ná slöngunni úr klósettinu. Mynd:Snake Catchers Brisbane/Facebook

Þeir hafa eftir Richard að þessi lífsreynsla muni breyta klósettvenjum hennar að eilífu. Framvegis muni hún alltaf kveikja ljósið og kíkja ofan í klósettið áður en hún sest. Hún varð ekki fyrir alvarlegum meiðslum en það nægði að setja sótthreinsandi efni á það. Þessi slöngutegund er ekki eitruð en slöngur af þessari tegund geta orðið allt að fjögurra metra langar.

BBC hefur eftir Jasmine Zeleny, slönguveiðikonu, að það sé ekki óalgengt að slöngur leiti í svalt vatnið í klósettum þegar heitt er í veðri en mjög heitt hefur verið í Ástralíu undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Í gær

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar