Það var ekki fyrr en Susan látinni að John og fjölskyldan fengu skýringu á af hverju hún hafði alltaf látið sig hverfa á aðfangadagskvöld. Eftir andlátið fékk John bréf frá manni að nafni Robert en hann var fyrrum samstarfsmaður Susan. Þegar John las bréfið áttaði hann sig strax á að Robert og móðir hans voru meira en bara vinnufélagar. Susan hafði átt sér leyndarmál sem hún vildi af einhverjum ástæðum ekki segja fjölskyldu sinni.
Ástæðan fyrir fjarveru hennar á aðfangadagskvöldi var að hún hafði mikilvægu verkefni að sinna, verkefni sem þurfti alltaf að sinna á sama tíma og á sama hátt á hverju ári. Hún fór heim til Robert klædd sem jólasveinamóðir og gaf börnum hans jólagjafir en Robert og eiginkona hans höfðu ekki efni á að kaupa gjafir handa börnunum.
„Kæri John, ég vil gjarnan segja þér hversu mikils fjölskylda mín og ég metum það sem móðir þín gerði fyrir okkur öll þessi ár. Á hverju aðfangadagskvöldi kom móðir þín heim til okkar klædd sem jólasveinamóðir og veitti börnunum mínum það jólakvöld sem við höfðum ekki efni á. Hún gaf þeim skó, peysur, buxur, leikföng og nammi.“
Það er því óhætt að segja að Susan hafi verið með stórt hjarta. John vissi svo sem að móðir hans var frábær kona en hann hafði enga hugmynd um þetta leyndarmál hennar sem hún vildi greinilega ekki að neinn vissi af og vildi ekki fá neina viðurkenningu fyrir það sem hún gerði.