fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Gríðarlegur kuldi í Bandaríkjunum – Spá allt að 37 stiga frosti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 07:00

Snjómokstursmenn að störfum. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vetrarhörkur eru nú víða í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í Miðvesturríkjunum. Spáð er allt að 54 stiga frosti þar sem kaldast verður en þá er búið að reikna vindkælingu inn í. En hitamælar, eða kannski öllu heldur kuldamælar, gætu sýnt allt að 37 stiga frost. Meðal þeirra ríkja sem fá að kenna á kuldanum eru Minnesota, Wisconsin og Suður-Dakóta.

Það er svokölluð kuldahringiða (polar vortex) frá norðurheimskautinu sem mun leggjast yfir Miðvesturríkin um miðja vikuna að sögn bandarísku veðurstofunnar US National Weather Service. Aðstæður verða lífshættulegar og fólk getur kalið og/eða ofkælst á nokkrum mínútum. Vindkæling mun gera það að verkum að í sumum borgum mun kuldinn verða meiri en hann hefur verið áratugum saman.

Á morgun er því spáð að kuldamet falli í Waterloo í Iowa en þar er spáð 36,6 stiga frosti. Í Chicago er nú þegar töluverður snjór og því er spáð að frostið fari niður í 29 stig á morgun. Svo mikið frost hefur ekki mælst þar síðan 1994. Með vindkælingu mun frostið jafnast á við 42,8 stig.

Í Minneapolis í Minnesota er spáð 34 stiga frosti en svo lágt fóru hitamælar síðast 1996. Með vindkælingu mun þetta jafnast á við 45,6 stiga frost.

Í Fargo í Norður-Dakóta verður kalt á morgun miðað við spár en þær gera ráð fyrir 37 stiga frosti sem mun jafnast á við 47,8 stig þegar búið er að reikna vindkælingu með.

Þá er víða spáð hvassviðri og snjókomu í ofanálag við þann snjó sem fyrir er. Nú þegar hefur mörg hundruð skólum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum verið lokað af þessum sökum. Íbúar eru hvattir til að halda sig heima og gæta þess að eiga nægar birgðir af mat og drykk og eldivið eða gas til kyndingar.

Mörgum flugferðum hefur verið aflýst og neyðaráætlanir hafa verið virkjaðar víða. Kuldinn mun hafa áhrif á um 75 prósent bandarísku þjóðarinnar eða um 220 milljónir manna og mun teygja sig allt niður til Suðurríkjanna en þar verður kuldinn þó ekki í neinni líkingu við það sem verður í Miðvesturríkjunum. Þrjú dauðsföll hafa nú þegar verið rakin til kuldans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi