fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Í sjö mínútur kom hann í veg fyrir að sjúkrabíll í forgangsakstri gæti tekið fram úr – „Var vandræðalega edrú“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 05:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun var sjúkrabíl ekið forgangsakstri með barnshafandi konu sem þurfti að komast strax á fæðingardeild sjúkrahússins í Falun í Svíþjóð. En það gekk ekki vel að komast áfram í umferðinni því á vísvitandi hátt kom ökumaður, karl, annars bíls í veg fyrir að ökumaður sjúkrabílsins gæti tekið fram úr öðrum bílum. Svona gekk þetta í um sjö mínútur.

Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um hættuna sem hátterni sem þetta veldur, bæði í umferðinni og fyrir sjúklinginn í sjúkrabílnum. Á endanum gáfust sjúkraflutningsmennirnir upp á þessu og tilkynntu um málið til lögreglunnar.

Í frétt Expressen segir að lögreglan hafi fljótlega komið auga á bílinn og var akstur ökumannsins stöðvaður og hann handtekinn. Í ljós kom að hann var ekki með ökuréttindi. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins til að hægt verði að taka afstöðu til hvort maðurinn verði ákærður. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið „vandræðalega edrú“ þegar hann var handtekinn.

„Svona atburðir er mjög sjaldgæfir. Ég hef aldrei áður heyrt um svona sem er gert af ásetningi og illmennsku. Næst á ökumaðurinn það á hættu að það sé ættingi hans sem liggur í sjúkrabílnum.“

Sagði talsmaður lögreglunnar í Bergslagen í samtali við Expressen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist