fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hún settist niður til að horfa á klámmynd – Brá mikið þegar hún sá hverjir komu fram í henni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 06:59

Klámmyndaleikarinn John Holmes. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan nokkur segist loksins vera búin að jafna sig á lífsreynslu sem hún varð fyrir 15 árum en þá var hún 15 ára. Þá var hún veik og þurfti að vera ein heima á meðan foreldrar hennar voru í vinnu og bróðir hennar í skóla.

Hún skýrir frá þessar lífsreynslu sinni á vefnum MamaMia. Þar segir hún að þegar hún var orðin ein í húsinu hafi hún gert það sem allir unglingar geri þegar þeir eru einir heima. Hún fór að gramsa í eigum bróður síns og foreldra. Hjá bróður sínum fann hún klámblöð og peninga en fátt annað markvert.

Í herbergi foreldra sinna fann hún titrara móður sinnar, handbók um fullnægingar kvenna og inni í skáp fann hún stóran stafla af VHS spólum. Í þeirri von að þarna væru klámmyndir ákvað hún að horfa á þær. Ákvörðun sem hún sá fljótlega eftir.

Á fyrstu spólunum voru upptökur af fjölskylduviðburðum og því ekki áhugaverðar að hennar mati. Síðan setti hún spólu í þar sem fyrst sást mynd af sófa og var myndin tekin úr töluverðri fjarlægð. Sófinn virtist þó kunnuglegur en hún hugsaði ekki nánar út í það.

Á sófanum lá nakin kona. Síðan birtist nakinn maður framan við upptökuvélina, hann hafði greinilega verið að stilla upptökuvélina, og gekk að sófanum.

„Síðan hoppaði hann ofan á konuna og þau byrjuðu að stunda kynlíf í trúboðsstellingunni. Þetta var það mest óspennandi kynlíf sem ég hafði séð, og þrátt fyrir að ég hefði ekki mikið til að bera saman við, var ég nokkuð viss um að þetta væru amatörar.“

Það var ekki fyrr en maðurinn stóð upp og gekk í átt að upptökuvélinni með ALLT til sýnis að ég þekkti hann. Þetta var faðir hennar og konan á sófanum var móðir hennar.

„Ég hef aldrei verið svona fljót að slökkva. En það tók samt heila eilífð. Fæturnir voru eins og hlaup, VHS tækið var svo langt í burtu. Ég öskraði NEIIIIIIIIIIIIIIII en það kom bara út með skrækri röddu. Mér tókst að komast að stopp takkanum. En skaðinn var skeður. Lífi mínu var lokið.“

Hún segir að sér hafi tekist að loka á þessa minningu árum saman en hafi að lokum ákveðið að deila henni með bróður sínum til að hann þyrfti líka að „bera þessa byrði“.

Hún segist geta hlegið að þessu í dag en viðurkennir að það hafi verið erfitt að umgangast foreldra sína fyrstu vikurnar á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti