fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hræðileg jól Jayme Closs – Látin vera undir rúmi á meðan mannræninginn var með fjölskylduboð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um jólin bauð Jake Thomas Patterson, 21 árs, fjölskyldu sinni í jólaboð heim til sín. Fjölskyldan mætti alveg grunlaus um að Patterson hafði um miðjan október myrt James og Denise Closs og numið 13 ára dóttur þeirra, Jayme, á brott. Á meðan fjölskyldan var heima hjá honum lét hann Jayme hírast undir rúmi. Hann hafði hótað henni að „hræðilegir hlutir“ myndu gerast ef hún gerði vart við sig.

Milwaukee Journal Sentinel skýrði frá því í gær að Patterson hafi haldið jólaboð fyrir fjölskyldu sína og látið Jayme hírast undir rúmi eins og flestum stundum. Lögreglan í Barron sýslu, þar sem Jayme átti heima, hefur ekki staðfest þetta en blaðið hefur þetta eftir tveimur ótengdum heimildarmönnum innan lögreglunnar. Blaðið segir að gestirnir hafi ekki vitað af veru Jayme í húsinu.

Jayme hefur sagt lögreglunni að faðir Patterson hafi oft komið í húsið á meðan hún var þar í haldi en hún náði að strjúka eftir 88 daga í haldi Patterson. Hann var síðan handtekinn í framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin