Joyscribe skýrir frá þessu. Niðurstaðan er eins og fyrr segir að húmor skipti miklu máli ef samböndin eiga að ganga vel. Ekki skemmir fyrir ef húmor fólks er svipaður og skiptir þá engu hvernig hann er, aðeins að fólk sé á svipaðri línu hvað hann varðar.
Það skiptir einnig miklu máli að fólk geti gert grín að hvort öðru því það myndar ákveðið öryggi á milli fólks ef miða má við niðurstöður rannsóknanna. Þó eru þau varnaðarorð sett fram að fólk þurfi að gæta að því að ganga ekki of langt í gríninu og ekki vera með illgjarnan húmor um makann, það getur að sögn haft þveröfuga verkun við það sem fyrr var nefnt og veikt samböndin.