fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Alzheimerssjúklingur þekkir ekki son sinn -Síðan fékk sonurinn hugmynd sem breytti öllu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 05:55

Ted og Mac McDermott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alzheimers er hræðilegur sjúkdómur sem hefur ekki aðeins áhrif á sjúklinginn heldur einnig aðstandendur hans. Sjúkdómurinn veldur því að heilinn hættir að starfa eins og hann á að sér. Sjúklingurinn verður gleyminn og geta hans til að taka þátt í daglegu lífi skerðist. Þetta er einmitt lýsingin á hvernig líf Ted McDermott var orðið en hann greindist með Alzheimers fyrir nokkrum árum. Minni hans var orðið lélegt, skapsveiflurnar miklar og fjölskylda hans átti erfitt með að ná sambandi við hann. En sonur hans, Mac, fékk hugmynd um hvernig væri hægt að kalla mynni hans fram aftur, þó ekki nema í nokkrar mínútur í hvert sinn.

Ein helsta ástríða Ted í lífinu var söngur og á yngri árum ferðaðist hann um Bretlandseyjar og kom fram á skemmtistöðum og söng. En með aldrinum og eftir því sem sjúkdómurinn ágerðist varð þetta erfiðara fyrir hann. Hann neyddist því til að hætta að koma fram og syngja en þrátt fyrir það má segja að takturinn hafi enn verið í blóði hans og hjarta.

„Pabbi var söngvari allt sitt líf, hann ferðaðist um og söng um allt land. Hann vann í verksmiðju og eftir að hann giftist hélt hann áfram að koma fram.“

Segir Mac um föður sinn.

Feðgarnir á góðri stundu.

Listamannanafn Ted er „The Songaminute Man“ en það segir Mac tilkomið vegna þess hversu mörg lög hann kann.

„Á síðustu árum hefur hann glatað mörgum minningum sínum – oft þekkir hann okkur í fjölskyldunni ekki og hann verður árásargjarn.“

Árásargirnin og reiðisköstin eru öllum erfið og stundum er erfitt að veita Ted viðeigandi aðstoð, tilfinningalega og læknisfræðilega, vegna þessa kasta hans. En Mac hefur alla tíð verið staðráðinn í að hjálpa föður sínum að halda stærstu ástríðu hans á lífi, söngnum. Það gekk ekki vel framan af en síðan fékk Mac góða hugmynd. Þegar hann sér að faðir hans er að hverfa inn í gleymskuna eða reiðiskast kveikir hann á uppáhaldstónlist hans. Oft man Ted þá textana og byrjar að syngja með og líður betur. Það eru þessar litlu og kærleiksríku stundir sem hvetja Mac áfram til að hjálpa föður sínum að varðveita minningarnar.

Feðgarnir eru einnig farnir að taka lög upp til að gleðja aðra og vonast fjölskylda Ted til að þetta geti hjálpað öðrum Alzheimerssjúklingum í glímunni við sjúkdóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga