fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Þetta talar enginn um í tengslum við Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 21:00

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir sem áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og síðan settur í embætti fyrir rétt rúmum tveimur árum. En nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað situr Trump örugglega á forsetastóli þrátt fyrir öll hneykslismálin tengd honum sem hafa ratað í fjölmiðla á undanförnum misserum.

BT bað nýlega Philip Christian Ulrich, ritstjóra vefsíðunnar kongressen.com, sem fjallar um bandarísk málefni, að segja frá stærstu sigrum og mesta árangri Trump á forsetastóli og líta alveg framhjá hneykslismálum og mistökum.

Hann benti á þá staðreynd að Trump hefur tekist að skipa tvo nýja hæstaréttardómara sem eru báðir mjög íhaldssamir en þeir munu hafa mikil áhrif á bandarísk stjórnmál næstu árin. Bandarískir hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og eru mjög valdamiklir. Hæstiréttur getur ógilt lög ef hann telur þau stangast á við stjórnarskrá landsins en það gerðist einmitt þegar Trump vildi setja afturvirk lög sem bönnuðu fólki frá ákveðnum löndum að koma til landsins.

Þá hefur repúblikana dreymt um það árum saman að gera endurbætur á skattakerfinu og lækka skattbyrðina. Það hefur Trump nú gert og hefur það skapað mikla ánægju innan flokksins og meðal kjósenda hans.

Með harðri stefnu sinni og orðræðu í garð ólöglegra innflytjenda eru nú sögulega fáir sem reyna að komast frá Mexíkó til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt. Fólk telur það vera of hættulegt þessi misserin. Þarna hefur Trump staðið við kosningaloforð að mati Ulrich.

Hann segir einnig að Trump hafi tekist að fá bandamenn Bandaríkjanna í NATO til að kafa ofan í vasa sína og auka framlög sín til varnarmála en Bandaríkjamenn hafi verið orðnir þreyttir á að standa undir stærsta hluta kostnaðarins innan bandalagsins.

Hann bendir einnig á að hlutabréfamarkaðir hafi verið í góðum gír á valdatíma Trump og að það sé vegna þess að hann hafi afnumið margar hömlur sem voru settar á eftir fjármálakreppuna 2008. Þá er staðan á vinnumarkaði góð og eignar Trump sér heiðurinn af því en flestir telja þó að umbætur sem Barack Obama gerði eigi heiðurinn af þessari góðu stöðu.

Ulrich bendir á að Trump hafi brotið allar venjur um hvað stjórnmálamenn geta komist upp með án þess að það hafi afleiðingar fyrir þá. Ástæðan sé einfaldlega sú að hann hafi fært kjósendum sínum það sem þeir vildu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans