fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

DNA-rannsókn gerði út af við vinsæla samsæriskenningu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 19:00

DNA-sýni meðhöndlað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið vinsæl kenning meðal margra samsæriskenningasmiða og áhangenda þeirra að Rudolf Hess, staðgengill Adolf Hitlers, hafi ekki framið sjálfsvíg í fangelsi. Þeir halda því fram að það hafi verið tvífari Hess sem tók eigið líf.

En nú hefur þessi samsæriskenning verið afsönnuð af austurrískum vísindamönnum. Þeir gerðu dna-rannsókn á erfðaefni fjarskylds ættingja Hess og blóðsýni úr honum sem var tekið 1982.

Hess hengdi sig í Spandau-fangelsinu í Berlín 1987 en þá hafði hann setið þar í 40 ár. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi að síðari heimsstyrjöldinni lokinni. Hann var 93 ára þegar hann lést.

Í umfjöllun BBC kemur fram að vísindamenn við háskólann í Salzburg hafi gert fyrrgreinda rannsókn. Niðurstöðurnar pössuðu næstum 100% saman og því liggur ljóst fyrir að fangi nr. 7 í Spandau var Rudolf Hess og að það var hann sjálfur sem fyrirfór sér en ekki tvífari hans.

Einn af hvatamönnum dna-rannsóknarinnar var W. Hugh Thomas,  sem var læknir Hess í fangelsinu. Kenning hans gekk út á að maðurinn í Spandau hafi verið öðruvísi líkamlega uppbyggður en Hess og hafi þvertekið fyrir að hitta fjölskyldu sína árum saman. En þessi kenning var greinilega ekki á rökum reist.

Nýnasistar koma saman árlega til að minnast sjálfsvígs Hess en hann er eins og margir aðrir háttsettir nasistar í miklu dálæti hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð