fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Er þetta mesta þversögn samtímans? Mín er stærri en þín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 05:59

Cessna 525 einkaflugvél. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsmálin og hnattræn hlýnun eru ofarlega á blaði á ársfundi Alþjóðaefnahagsþingsins (The World Economic Forum) sem nú stendur yfir í Davos í Sviss. Þangað flykkjast þjóðarleiðtogar og áhrifafólk í viðskiptum til að ræða stöðu efnahagsmála og framtíðina. Loftslagsmálin skipa þar stóran sess enda segir í skýrslunni The Global Risks Report 2019, sem var birt í tengslum við fundinn, að loftslagsbreytingarnar séu ein mesta ógnin við efnahag heimsins.

En það má velta fyrir sér hvort ekki sé ákveðin þversögn fólgin í meintum áhyggjum þessa fólks af loftslagsbreytingunum og því sem það gerir. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla hafa fundargestir flogið til Sviss í allt að 1.500 einkaflugvélum en eins og kunnugt er eru flugvélar einn mesti mengunarvaldurinn í dag.

Það er engin nýlunda að áhrifafólkið mæti til Sviss í einkaflugvélum en aldrei fyrr hefur fjöldi véla verið svo mikill sem nú. Það má því velta fyrir sér hvort boðskapurinn um nauðsyn þess að vernda náttúruna og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafi náð eyrum þessa fólks.

Á síðasta ári fluttu um 1.300 einkaflugvélar stjórnmálamenn, kaupsýslumenn og annað áhrifafólk til Sviss í tengslum við fundinn og var þá um 11 prósenta aukningu að ræða frá árinu áður. Nú stefnir í að það met verði slegið hressilega.

Vélunum er lent á flugvellinum í Zürich sem er í tveggja til þriggja tíma akstursfjarlægð frá Davos. Ekki hafa allir tíma eða nenna að aka þessa leið og láta því „skutla“ sér í þyrlu til Davos.

Þá hefur þróunin verið sú undanfarin ár að einkaflugvélarnar verða sífellt stærri og segja kunnáttumenn að það sé vegna þess að kaupsýslumenn vilja ekki láta það spyrjast út að flugvélar þeirra séu minni en flugvélar helstu keppinautanna.

Flestar vélanna koma frá Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Auk þess hefur komum véla frá Hong Kong og Indlandi fjölgað mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til