The Sidney Morning Herald skýrir frá þessu. Segir blaðið að hitinn, sem hefur legið yfir suðurhluta landsins, muni nú færa sig til og leggjast yfir mið- og austurhluta landsins.
Talsmaður BOM sagði í samtali við blaðið að hitabylgjan verði „mjög alvarleg“ en þó sé ólíklegt að hitinn nái þeim methæðum sem hann náði í síðustu viku. Því er spáð að á föstudaginn verði mesti hitinn í Cobar, Griffith, Wagga Wagga og Orange en þar geta íbúarnir vænst allt að 45 stiga hita.
THIRSTY MARSUPIAL: This koala was happy to lap up some water left out by a kind human during the intense heat wave sweeping across Australia.
Wildlife organizations are encouraging the public to put out water for wildlife during the extreme conditions. https://t.co/GPtTY28WeD pic.twitter.com/AXTtu05aas
— ABC News (@ABC) January 17, 2019
Þótt Ástralir séu ýmsu vanir hvað varðar mikla hita þá er hiti sem þessi ekki daglegt brauð á þessum slóðum og hvað þá þegar hitinn fer yfir 50 stig eins og hann gerði á nokkrum stöðum í síðustu viku.
Þessir miklu hitar auka líkurnar á gróðureldum og hafa yfirvöld í New Southern Wales brugðist við þessu með því að fá auka slökkviflugvél til sín og er hún til reiðu ef eitthvað ber út af.
BBC segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi 16 manns verið fluttir á sjúkrahús í suðurhluta landsins þar sem hitinn fór mjög illa í fólkið. En það er ekki bara fólk sem finnur fyrir hitanum því dýrin þjást líka. BBC segir að talið sé að um ein milljóna fiska hafi drepist í ám vegna hitanna. Leðurblökur detta niður úr trjám þar sem þær ná ekki að kæla sig og líða út af vegna hita. Margar aðrar dýrategundir finna einnig fyrir hitanum.