Hann var svo stór að þau neyddust til að mynda neðsta hluta hans utan um stóra trjástubb svo snjókarlinn góði myndi ekki hrynja saman. Að verki loknu tóku þau að sjálfsögðu myndir af snjókarlinum. En eitthvað virðist snjókarlinn hafa farið í taugarnar á einhverjum því þegar Cody kom heim úr vinnu dag einn sá hann dekkjaför í snjónum og að snjókarlinum.
Snjókarlinn var auk þess öðruvísi en þegar Cody fór til vinnu um morguninn. Einhver hafði greinilega ekki verið ánægður með snjókarlinn og ákveðið að aka á hann. En ökumanninum hlýtur að hafa brugðið í brún þegar hann ók á snjókarlinn og uppgötvaði um leið að hann var ekki bara búinn til úr snjó.
„Þeir höfðu ekki reiknað með stórum trjástubbi í miðjunni. Lífið er erfitt en miklu erfiðara þegar maður er heimskur.“
Það má því kannski segja að snjókarlinn hafi hlegið best þegar upp var staðið því karma veitti ökumanninum þungt högg.