Í rannsókn þeirra, sem 8.400 manns tóku þátt í, kom í ljós að samhengi er á milli hversu mikið er af brúnum fituvef í líkama fólks, BMI (líkamsmassastuðull) og hvort fólk var getið á heitum eða köldum árstíma. Það er því ekki annað að sjá en hitastigð geti einnig breytt genunum okkar.
Brúnn fituvefur hefur ákveðna eiginleika sem geta aukið brennslu og getur því veitt vernd gegn ofþyngd og sykursýki 2.
Vísindamennirnir uppgötvuðu að þeir sem eru með meira af þessum brúna fituvef en aðrir höfðu oftar fæðst frá júlí til nóvember og höfðu þar af leiðandi verið getnir á köldum árstíma. Það var því ekki annað að sjá en að bólfarir foreldranna á köldum árstíma hafi dregið úr líkunum á ofþyngd síðar á lífsleiðinni.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.