Öll þessi mál komu upp í Sortland í Noregi og hafa haft mikil áhrif á íbúana í sveitarfélaginu en þeir eru rétt rúmlega 10.000. Í umfjöllun TV2 um málið er haft eftir íbúum að andlátin hafi vakið óróa meðal íbúa og hafi vakið upp spurningar af hverju svona gerist í svona litlu sveitarfélagi, þetta sé „áhyggjuefni og hræðilegt“.
Ekki er að sjá að nein tengsl séu á milli dauðsfallanna en bæjarstjórinn skilur samt vel áhyggjur íbúanna.
„Það skekur samfélagið þegar heyrist af svona atburðum. Þetta er ekki daglegt brauð hér og kannski verður fólk hrætt og hefur áhyggjur af hvað er að gerast í næsta nágrenni við það.“
Sagði Tove Mette Bjørkmo, bæjarstjóri.
Lögreglan á svæðinu rannsakar nú fjögur grunsamleg mannslát sem urðu á síðasta ári og eru það eiginlega of mörg mál til að lögreglan á svæðinu ráði við að rannsaka þau öll.
Töluvert er um fíkniefnaneyslu á svæðinu og ætla lögreglan og sveitarfélagið nú að leggja meiri vinnu í forvarnarstarf en áður.