Samkvæmt fréttum alþjóðlegra fréttastofa stendur Hunt á bak við vefsíðuna Have I Been Pwned þar sem hann skýrði frá þessu. Hann segir að fjöldi tölvuþrjóta hafi haft aðgang að skránum með þessum upplýsingum en þær eru rúmlega 87 gígabæt. Þessi gagnaleki er kallaður Collection #1 og samanstendur af nýjum og eldri gagnalekum frá ýmsum aðilum.
Á vefsíðu Troy, www.haveibeenpwned.com, er hægt að kanna hvaða netföng eru meðal þeirra sem var lekið. Ef þú finnur netfangið þitt þar ráðleggja sérfræðingar að skipt sé um lykilorð.