fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sannkallað nýárskraftaverk – Ungabarn fannst á lífi í húsarústum eftir 36 klukkustundir í 20 stiga frosti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 08:40

Frá vettvangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gamlársdagsmorgun varð gassprenging í fjölbýlishúsi í rússnesku borginni Magnitogorsk sem er í Úralfjöllum, á mörkum Evrópu og Asíu. Hluti hússins hrundi í sprengingunni. Níu hafa fundist látnir í rústunum, sjö hefur verið bjargað á lífi en ekki er vitað um afdrif 35 til viðbótar.

Í gær fundu björgunarmenn 11 mánaða barn á lífi í rústunum. Björgunarmenn heyrðu allt í einu barnsgrát berast úr rústunum og hættu samstundis öllum aðgerðum og slökktu á vinnuvélum til að geta staðsett grátinn.

RT hefur eftir einum björgunarmannanna að barnið hafi hætt að gráta þegar þögn brast á meðal björgunarmanna en þeir hafi þá hrópað til þess og þá hafi það aftur byrjað að gráta. Þeir fundu barnið síðan í framhaldinu en það hafði þá legið undir rústunum í 36 klukkustundir í 20 stiga frosti.

Faðir barnsins, Yevgeny Fokin, sagði í samtali við rússneskar sjónvarpsstöðvar að um sannkallað nýárskraftaverk hafi verið að ræða. Eiginkona hans slapp naumlega úr rústunum ásamt þriggja ára syni þeirra hjóna. Litla barnið var að sögn björgunarmanna í vöggunni sinni og pakkað inn í hlýja sæng þegar það fannst. Læknar telja að barnið muni ná sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga