Dönsku járnbrautirnar, DSB, segja að átta manns hafi slasast þegar lestarstjórinn neyddist til að bremsa skyndilega. Hemlunin var mjög harkaleg. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þurfti lestarstjórinn að snögghemla vegna „hlutar“ á lestarteinunum. Óveður er nú í Danmörku og er Stórabeltisbrúin lokuð fyrir bílaumferð vegna þess en lestir mega aka yfir hana.
Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla lenti eitthvað á lestinni og virðist hún vera töluvert skemmd miðað við myndir sem farþegar hafa sent fjölmiðlum.
Svo virðist vera sem meiðsl fólksins séu ekki lífshættulegt. Björgunarlið er enn á leið á vettvang en ferðin sækist seint vegna mikillar umferðar og fjölda ökutækja sem hindra för um neyðarakreinar.