fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Unglingsstúlku frá Sádi-Arabíu veitt hæli í Kanada – Hélt upp á það með því að borða beikon og klæðast „frjálslega“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 07:04

Rahaf Mohammed.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rahaf Mohammed, 18 ára, komst í heimsfréttirnar í síðustu viku þegar hún flúði frá fjölskyldu sinni í Sádi-Arabíu af ótta við að fjölskyldan myndi myrða hana. Fjölskylda hennar hefur þvertekið fyrir að það hafi staðið til. Rahaf flúði frá fjölskyldu sinni þegar hún var í Kúveit með henni. Hún flaug til Bangkok í Taílandi og ætlaði að reyna að komast til Ástralíu þaðan. Henni var neitað um landgöngu í Taílandi og greip hún þá til þess ráðs að læsa sig inni á hótelherbergi til að koma í veg fyrir að vera vísað úr landi og heim til Sádi-Arabíu. Hún byrjaði síðan að skýra frá máli sínu á Twitter og fljótlega fór mikill fjöldi fólks að fylgjast með framvindu mála á Twitter.

Þetta setti mikinn þrýsting á taílensk yfirvöld sem leyfðu henni í kjölfarið að koma inn í landið og síðan blandaði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sér í málið og hvatti ríki heims til að veita Rahaf hæli. Kanadísk stjórnvöld brugðust fljótt við þessari beiðni og buðu henni hæli og kom Rahaf til Kanada um helgina.

Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að Rafah sé strax farin að tileinka sér lífsstíl Kanadabúa því hún hafi fengið sér beikon í morgunmat en það var í fyrsta sinn sem hún borðaði beikon. Hún klæðir sig einnig „frjálslega“ á sádi-arabískan mælikvarða því hún mætti á fréttamannafund í hnésíðum kjól en í Sádi-Arabíu verða konur að hylja sig frá toppi til táar og mega alls ekki láta sjást í bert hörund utan heimilisins.

Hún virðist sátt við morgunverðinn.

Rahaf hefur verið iðin við að birta myndir á samfélagsmiðlum af nýja lífinu sínu í Kanada og því frelsi sem hún nýtur þar, eitthvað sem hún þekkti ekki í Sádi-Arabíu. Á þriðjudaginn birti hún mynd af morgunmat sínum og fagnaði því að fá beikon og egg. Hún hefur einnig birt mynd af Starbucks kaffibolla í kjöltu hennar þar sem sést í bera leggi hennar.

Costi Immigrant Service hefur verið falið að aðstoða Rahaf fyrir hönd stjórnvalda. Rahaf er í Toronto og nýtur sólarhringsöryggisgæslu því henni hafa borist margar líflátshótanir og eru þær teknar mjög alvarlega.

Talsmaður Costi sagði að hótanirnar hafi ekki farið framhjá Rahaf. Hún hafi sagt skilið við íslamstrú og hafi í raun náð að brjóta sér leið frá fjölskyldu sinni og þessar breytingar hræði hana.

Hún er þakklát fyrir aðstoðina sem hún hefur fengið.

Á fréttamannafundi á þriðjudaginn þakkaði Rahaf kanadískum og taílenskum stjórnvöldum sem og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir aðstoðina.

„Ég veit að ég er ein þeirra heppnu. Ég veit að það eru til óheppnar konur sem hurfu eftir að hafa reynt að flýja eða gátu ekki gert neitt til að breyta stöðu sinni.“

Sagði hún og bætti við að hún vilji helga líf sitt baráttunni fyrir frelsi kvenna um allan heim.

„Frelsi eins og ég fann um leið og ég kom til Kanada.“

En fyrsta verkefni hennar er þó að læra ensku sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki