fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar minnst er á brúðkaupsgjafir eru það eflaust vasar, hnífapör, kaffivélar, bollastell, matarstell og aðrir praktískir hlutir fyrir heimilið sem koma upp í hugann. Þetta eru auðvitað góðar gjafir sem koma að góðum notum en þrátt fyrir það er kannski erfitt að muna vel eftir þeim eða hver gaf hvað nokkrum árum síðar. Það er auðveldast að muna eftir persónulegum gjöfum eða mjög sérstökum gjöfum.

Þegar Kathy og eiginmaður hennar Brandon höfðu komið börnum sínum í háttinn kvöld eitt settust þau saman út á pall og byrjuðu að rifja upp gamlar minningar. Talið barst síðan að brúðkaupi sem þeim hafði verið boðið í og þaðan að þeirra eigin brúðkaup níu árum áður.

„Í nótt sátum við Brandon og drukkum sitthvort vínglasið á pallinum. Við töluðum um brúðkaupið sem okkur hafði verið boðið í. Talið barst að hvað gæti verið hin fullkomna gjöf fyrir nýgift fólk og við hugsuðum um gjafirnar sem við fengum þegar við giftum okkur fyrir tæpum níu árum.“

Skrifaði Kathy á samfélagsmiðla um þessa kvöldstund þeirra hjóna og þar með var skrifum hennar ekki lokið.

„Hvað kunnum við best að meta þá? Skyndilega áttuðum við okkur á að gjöfin sem hafði mesta þýðingu fyrir okkur var enn inni í skáp og hafði ekki verið opnuð . . . . Ég veit að þetta hljómar undarlega en þetta er satt!

Á brúðkaupsdaginn fengum við hvítan kassa frá Alison frænku minni. Það var líka hvítt umslag með þar sem stóð: „Opnist ekki fyrr en þið hafið rifist í fyrsta sinn!“

Við höfðum auðvitað rifist á þessum níu árum og það höfðu komið tímar þar sem við ræddum hugsanlegan skilnað. En við höfðum aldrei opnað umslagið. Það höfðu við ekki gert því okkur fannst það jafnast á við að viðurkenna að okkur hefði mistekist. Við létum gjöfina því óhreifða en hún átti að vera síðasta hálmstráið.“

Þar sem þau sátu á pallinum og ræddu málin fundu þau til ánægju og voru stolt af hversu langt þau höfðu náð saman. En forvitnin bar þau ofurliði og þau ákváðu að opna umslagið frá Alison. Í því voru tvö bréf, eitt til Kathy og eitt til Brandon. Um leið og þau lásu þau áttuðu þau sig á að þau höfðu gert stór mistök með að hafa ekki opnað þau fyrr.

„Til Kathy: Keyptu pizzu, rækjur eða eitthvað annað sem ykkur finnst báðum gott. Láttu renna í heitt bað. Með ástarkveðju, Alison.“

Í bréfi Brandon stóð:

„Til Brandon: Farðu og keyptu blóm og vínflösku. Með ástarkveðjur, Alison.“

Þau segjast bæði hafa áttað sig á að gjöfin kenndi þeim að vera umburðarlynd og auðmjúk.

„Vinátta okkar styrktist því við urðum bestu vinir, félagar og liðsfélagar.“

Skrifaði Kathy á Facebook en fjallað var um þetta á LoveWhatMatters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist