fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

14 ára stúlka lést af völdum fíkniefnaneyslu – Emilíu var bannað að hringja eftir aðstoð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars á síðasta ári lést 15 ára drengur af völdum fíkniefnaneyslu í íbúð á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Vinkona hans, 14 ára dóttir húsráðanda, varð fyrir miklum heilaskaða af völdum fíkniefnaneyslu þetta sama kvöld í íbúðinni. Aðfaranótt miðvikudags lést hún. Móðir hennar var í haust dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ekki komið dóttur sinni og vini hennar til bjargar.

Eins og fram kom í umfjöllund DV í nóvember var íslensk stúlka, Emilía Gunnarsdóttir, stödd í samkvæminu þar sem ungmennin tvö neyttu fíkniefna. Emilía vildi hringja eftir aðstoð þar sem ástand piltsins, sem hét Marcus Elias Andersen, var slæmt en hann lá á baðherbergisgólfinu og var með litla sem enga meðvitund. Emilíu var bannað að hringja í neyðarlínuna þar sem húsráðandinn vildi alls ekki fá lögreglu- og sjúkraflutningsmenn inn í íbúðina.

Til að koma í veg fyrir að lögreglan hefði afskipti af þeim sem voru í íbúðinni var Marcus borinn út á götu skömmu eftir miðnætti og síðan hringt á hjálp. Átti þetta að líta út eins og hann hefði ekki verið í íbúðinni. Þetta var gert þar sem húsráðandinn, móðir stúlkunnar, vildi alls ekki fá lögregluna inn í íbúð sína.

Eins og fyrr segir lést stúlkan aðfaranótt miðvikudags en hún varð fyrir alvarlegum heilaskaða af völdum fíkniefna, áfengis og lyfseðilsskyldra lyfja sem hún tók þetta kvöld. Hún hafði dvalið á sérhæfðri stofnun fyrir mjög heilaskaddað fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda