fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þetta gæti verið stærsta uppgötvun mannkynssögunnar –„Ég held að við munum sjá töluverða umferð þarna úti“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 06:59

Oumuamua eins og talið er að hann líti út. Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz ræðir Avi Loeb, forseti stjörnufræðideildar Harvard háskólans í Bandaríkjunum, um umdeilda kenningu sína um Oumuamua sem fór í gegnum sólkerfið okkar á haustdögum 2017. Þetta var í fyrsta sinn sem vísindamenn uppgötvuðu hlut, sem er ekki upprunninn í sólkerfinu okkar, á ferð í því. Þetta var því mjög merk uppgötvun.

Loeb setti fram umdeilda kenningu í kjölfarið þar sem hann velti því upp að Oumuamua gæti verið geimfar vitsmunavera frá öðrum sólkerfum og velti um leið fyrir sér stöðu mannkynsins í alheiminum.

„Um leið og við yfirgefum sólkerfið held ég að við munum sjá töluverða umferð þarna úti.“

Sagði hann í viðtalinu við Haaretz og bætti við:

„Hugsanlega fáum við skilaboð sem hljóma: „Velkomin í miðgeimshópinn.“ Eða þá finnum við marga útdauða menningarheima, það er við munum finna leifar þeirra.“

Loeb og samstarfsmaður hans veltu því upp í kenningu sinni hvort Oumuamua gæti verið geimfar sem væri knúið áfram með sólsegli en það getur að þeirra mati skýrt lögun hlutarins en hann minnir helst á vindling en það er mjög óvenjuleg lögun fyrir hluti í geimnum. Annað sem vakti athygli er hvernig birta hlutarins endurkastaðist af honum og breyttist þegar hann snerist.

Vísindamenn hlustuðu hvort hljóðmerki bærust frá Oumuamua en ekkert heyrðist. Loeb sagði í viðtalinu við Haaretz að hann standi við kenningu sína um að mögulega sé Oumuamua geimfar.

„Við höfum engar aðferðir til að vita hvort um virka tækni er að ræða eða geimskip sem virkar ekki lengur og flýgur áfram um geiminn.“

Loeb hefur vakið töluverða athygli undanfarið í viðtölum þar sem hann hefur rætt um líkurnar á að mannkynið muni finna menningarheima og vitsmunaverur utan jarðarinnar. Í viðtalinu við Haaretz segir hann að fjöldi vitsmunasamfélaga geti verið til í alheiminum og að vísindamenn eigi að einbeita sér að því að finna sannanir fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki