fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ránið á Anne-Elisabeth Hagen – Tímalína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 10:30

Anne-Elisabeth Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anne-Elisabet Hagen, 68 ára, var rænt frá heimili sínu í Fjellhamar utan við Osló þann 31. október síðastliðinn. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Hún er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Lausnargjalds upp á 9 milljónir evra hefur verið krafist fyrir lausn Anne og á að greiða það í rafmynt. Málinu var haldið leyndu af lögreglunni þar til í síðustu viku þegar skýrt var frá því opinberlega. Lögreglan hefur ekki komist mikið áleiðis við rannsókn málsins og hefur því biðlað til almennings um upplýsingar.

Hér ætlum við að rekja það helsta sem nú er vitað um málið í tímaröð.

Óþekktur maður sést á upptöku eftirlitsmyndavélar við vinnustað Tom Hagen klukkan 07.36 þann 31. október. Maðurinn sést ganga eftir stíg við vinnustaðinn og snúa við og ganga sömu leið til baka. Lögreglan hefur lýst eftir manninum en án árangurs.

Klukkan 8 þennan sama daga sést annar maður ganga á sama stað. Hjólreiðamaður tók fram úr honum.

Um klukkan 9 yfirgefur Tom Hagen heimili þeirra hjóna og fer til vinnu í Futurumbygget í Lørenskog en það er um 4 km frá heimili hjónanna.

Klukkan 09.14 hringdi Anne-Elisabeth í ættingja og ræddi við hann í síma. Þetta er í síðasta sinn sem heyrðist í henni. Eftir þetta hefur hvorki fjölskylda hennar né lögreglan heyrt í henni né séð.

Klukkan 13.30 kom Tom Hagen heim úr vinnu og uppgötvaði að Anne-Elisabeth var horfin. Hundur þeirra var læstur inni og inni á baðherberginu fann Tom miða þar sem krafa um lausnargjald var sett fram sem og hótanir um að Anne verði unnið mein ef lögreglunni verður tilkynnt um málið.

Um klukkan 14 hefur Tom Hagen samband við lögregluna. Hann fer og hittir lögreglumenn á bensínstöð í nágrenninu. Óeinkennisklæddir lögreglumenn hefja rannsókn á og við heimili þeirra hjóna. Lögreglan fer að öllu með gát og óttast að fylgst sé með heimili Hagen-hjónanna. Því eru það aðeins óeinkennisklæddir lögreglumenn sem koma á heimilið og nota þeir ómerkta bíla með röng skráningarmerki til að villa um fyrir mannræningjunum.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Fyrstu vikuna í nóvember eru iðnaðarmenn, sem voru að vinna við þak á heimili Hagen-hjónanna, rétt fyrir hvarf Anne yfirheyrðir.

Þann 9. janúar klukkan 10 hélt lögreglan fréttamannafund þar sem hún skýrði frá málinu. Þar kemur fram að helsta kenning lögreglunnar sé að Anne hafi verið rænt. Lögreglan skýrir frá lausnargjaldskröfu og hótunum sem beinast gegn lífi Anne. Lögreglan segist hafa ákveðið að skýra frá málinu þar sem hún þurfi fleiri vísbendingar frá almenningi. Í norskum fjölmiðlum kom fram að flestir þeirra höfðu vitað af málinu um hríð en höfðu farið að óskum lögreglunnar og fjölskyldu Anne um að skýra ekki frá því vegna þeirra hótana sem höfðu verið uppi í hennar garð.

Klukkan 14 þann 9. janúar biður lögmaður fjölskyldunnar, Svein Holden, mannræningjana um að setja sig í samband við sig eða fjölskylduna svo fullvissa fáist um að Anne sé heil á húfi.

Síðar um daginn kemur lögreglan upp færanlegri lögreglustöð við heimili Hagen-hjónanna og ræðir við nágranna. Einnig er vettvangsrannsókn gerð utanhúss og hundar notaðir við leit.

Þann 12. janúar gaf hjólreiðamaðurinn, sem sást á upptöku eftirlitsmyndavélar við vinnustað Tom Hagen, sig fram. Hann reyndist ekki tengjast málinu. Hinir mennirnir tveir, sem voru gangandi, eru enn eftirlýstir.

Þann 14. janúar lýsti alþjóðalögreglan Interpol eftir Anne-Elisabeth Hagen. Bæði Interpol og Europol höfðu komið að rannsókninni frá upphafi.

Svein Holden kemur fram í sjónvarpsþættinum Åsted Norge og segir að fjölskylda Anne sé reiðubúin til að finna lausn á málinu ef hún fái staðfestingu á að Anne sé á lífi.

Þann 15. janúar skýrir lögreglan frá því að vettvangsrannsókn hennar á og við heimili Hagen-hjónanna sé lokið. Einnig kemur fram að lögreglunni hafi borist rúmlega 800 ábendingar frá almenningi. Sumar snúa að nafngreindum einstaklingum, aðrar að stöðum þar sem Anne gæti verið haldið fanginni og aðrar að einhverju allt öðru. Lögreglan kannar allar þessar ábendingar.

Þann 16. janúar skýrir lögreglan frá því að 930 ábendingar hafi nú borist.

Þann 16. janúar er skýrt frá því að nágranni Hagen-hjónanna hafi séð bíl ekið á undarlegan hátt á malarstíg nærri heimili hjónanna morguninn örlagaríka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum