fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Einar er 92 ára, nær blindur og einmana – Fær ekki pláss á dvalarheimili

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 07:59

Einar Svend Flintrup. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar er 92 ára, nær blindur, á erfitt með gang og finnur til óöryggis heima auk einmanaleika. Hann vill gjarnan komast á dvalarheimili til að geta átt nokkur góð ár áður en jarðvist hans lýkur. En að mati sveitarfélagsins, sem hann býr í, er hann ekki talinn uppfylla þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Sveitarfélagið segir að hár aldur dugi ekki einn og sér til að fólk fái að flytja í þjónustuíbúð.

Maðurinn sem um ræðir heitir Einar Svend Flintrup og býr í Helsingør í Danmörku. Danskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál hans sem hefur vakið töluverðar umræður um aðbúnað aldraðra í Danmörku. Það var Helsingør Dagblad sem skýrði fyrst frá máli hans.

Einar hafði vonast til að hann fengi pláss á einu dvalarheimila sveitarfélagsins svo hann gæti fundið til öryggis og upplifað það félagslíf sem hann saknar heima hjá sér.

„Ég get ekki sett bollana upp í skápana og ég get ekki klætt mig sjálfur. Það tekur að minnsta kosti svo langan tíma og ég finn til mikils óöryggis. Mikils. Ég skil ekki að aðstæður mínar þurfi að vera svona.“

Sagði Einar í samtali við TV2.

Dóttir hans, Lone Flintrup, sagðist ekki skilja í að faðir hennar fái ekki að flytja á dvalarheimili. Hún sagðist sjálf hafa upplifað að hann hafi skorið sig á glerbrotum og að erfitt hafi verið að stöðva blæðinguna vegna blóðþynningarlyfja sem hann tekur.

„Hann getur ekki hugsað um sig sjálfur.“

Hún sagði að læknir fjölskyldunnar og eitt dvalarheimili bæjarins hafi metið Einar „hæfan til dvalar á dvalarheimili“.

En sveitarfélagið hefur hafnað umsóknum Einars og fjölskyldu hans um pláss á dvalarheimili. Helsingør Dagblad segir að sveitarfélagið hafi í svörum sínum sagt að hann uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði fyrir að geta flutt á dvalarheimili. Meðal þessara skilyrða er að fólk þarf að þarfnast aðstoðar meira en átta sinnum á sólarhring og að viðkomandi geti ekki verið einn þess á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til