Þeir ákváðu að „kenna Daniel lexíu“ svo hann myndi ekki skilja herbergið sitt eftir ólæst í framtíðinni. Þeir Scott Lewis og Tom Harcourt eyddu 10 klukkustundum í að pakka öllu í herbergi Daniel inn í álpappír. Í verkið notuðu þeir 30 rúllur af álpappír, hver með 30 metrum. Það þurfti sem sagt 900 metra af álpappír til að pakka öllum eigum Daniel inn. Ekkert var undanskilið svo sjónvarpið, klósettið, tannbursti og allt annað var vafið inn í álpappír.
Daniel tók þessu að sögn vel þegar hann kom aftur og eftir að hafa virt handbragðið fyrir sér hófst hann handa við að taka utan af eigum sínum. Hann hefur ekki enn lokið verkinu en lét nauðsynlegustu hluti vera í forgangi en mun taka utan af öðrum eftir því sem þörf krefur. Hann sagðist ekki hafa verið pirraður yfir þessu heldur hafi hann ekki getað annað en dáðst að handbragðinu. Verst hafi verið að taka utan af hlutum inni á baði því þar hafi svo mikið límband verið notað.
Hann sagðist aldrei hafa fengið lykil að herberginu og hafi því aldrei getað læst því. En Scott og Tom eiga hefnd yfir höfði sér að sögn Daniel.
„Ég mun hefna mín, karma mun bíta þá.“