Auk þess er lögreglan að ræða við nágranna Hagen-hjónanna og fleiri. TV2 hefur eftir Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, að meðal þess sem lögreglan geri nú sé að ræða við þekkta afbrotamenn á svæðinu nærri heimili Hagen-hjónanna. Þetta sé gert í von um að þeir búi yfir einhverjum upplýsingum sem hægt er að vinna út frá.
Frá því að skýrt var opinberlega frá hvarfinu í síðustu viku hefur lögreglan fengið rúmlega 500 ábendingar frá almenningi en samt sem áður er lögreglan litlu nær um hvar Anne er eða hver eða hverjir rændu henni.
Lögreglan vinnur enn út frá þeirri kenningu að Anne hafi verið rænt en segir málið mjög erfitt rannsóknar og að lögreglan treysti algjörlega á upplýsingar frá almenningi til að komast eitthvað áleiðis við rannsóknina.
Hagen-hjónin eru sterkefnuð en eiginmaður Anne, Tom Hagen, hefur auðgast mikið á sölu rafmagns og fasteignaviðskiptum. Hann er einn auðugasti maður Noregs.