fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Norska lögreglan ræðir nú við afbrotamenn í örvæntingarfullri leit að Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 05:59

Anne-Elisabeth Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsku lögreglunni hefur enn ekki orðið neitt ágengt við rannsóknin á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem var rænt þann 31. október síðastliðinn. Hún hvarf frá heimili sínu þann dag og er ekki annað vitað en að henni hafi verið rænt. Í húsinu fannst miði, skrifaður á bjagaðri norsku, þar sem krafist var lausnargjalds fyrir Anne upp á 9 milljónir evra og á að greiða það í rafmynt. Lögreglan hefur lagt nótt við dag í leitinni að Anne en án árangurs. Nú er svo komið að hún er farin að ræða við þekkta afbrotamenn í Noregi í þeirri von að þeir geti veitt upplýsingar um málið.

Auk þess er lögreglan að ræða við nágranna Hagen-hjónanna og fleiri. TV2 hefur eftir Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, að meðal þess sem lögreglan geri nú sé að ræða við þekkta afbrotamenn á svæðinu nærri heimili Hagen-hjónanna. Þetta sé gert í von um að þeir búi yfir einhverjum upplýsingum sem hægt er að vinna út frá.

Frá því að skýrt var opinberlega frá hvarfinu í síðustu viku hefur lögreglan fengið rúmlega 500 ábendingar frá almenningi en samt sem áður er lögreglan litlu nær um hvar Anne er eða hver eða hverjir rændu henni.

Lögreglan vinnur enn út frá þeirri kenningu að Anne hafi verið rænt en segir málið mjög erfitt rannsóknar og að lögreglan treysti algjörlega á upplýsingar frá almenningi til að komast eitthvað áleiðis við rannsóknina.

Hagen-hjónin eru sterkefnuð en eiginmaður Anne, Tom Hagen, hefur auðgast mikið á sölu rafmagns og fasteignaviðskiptum. Hann er einn auðugasti maður Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum