fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lögun fóta þinna getur sagt til um persónuleika þinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust heyrt að línurnar í lófum fólks geti sagt til um ýmislegt um viðkomandi, persónuleika hans eða lífslengd. Þá segjast sumir geta lesið í þessar línur og séð bæði framtíð og fortíð fólks. Þá beinist slíkur „lestur“ sífellt meira að persónuleika fólks. En það er líka hægt að lesa persónuleika fólks út úr lögun fóta þess.

Þetta segir Jane Sheehan að minnsta kosti en hún hefur sérhæft sig í að lesa persónuleika fólks með því að skoða fætur þess. En hvort þetta á við einhver rök að styðjast ætlum við ekki að segja neitt, fólk verður að dæma um það sjálft. Jane flokkar fætur í fjóra flokka, A, B, C og D og segir þá sýna persónuleika fólks.

A-fótur

Þessi týpa kallast „rómverskur fótur“. Stóratáin er jafn löng og táin við hliðina en hinar eru styttir. Þeir sem eru með fætur sem þessa eru að sögn mannblendnir, félagslegir og sjarmerandi. Þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir lengi og eru ævintýragjarnir og elska að ferðast og skoða nýjar slóðir. Þeir eru sérlundaðir og líkar vel að vera miðpunktur athyglinnar. Þeir ná árangri í vinnunni og eru mjög ástríkir í ástarsamböndum sínum.

B-fótur

Þessi týpa kallast „ferningslaga fótur“ því allar tærnar eru jafn langar. Þeir sem eru með svona fót eru hlédrægir og rólegir. Þeir eru snjallir og skynsamir, sérstaklega þegar kemur að erfiðum ákvörðunum. Þeir láta tilfinningar sjaldan stýra sér. Þeir eru traustir og alltaf til staðar fyrir vini sína. Þeim fellur vel að allt sé í röð og reglu og að stjórn sé á hlutunum.

C-fótur

Þessi týpa kallast „grískur fótur“ en táin við hlið stórutáarinnar er lengri en hún. Þeir sem eru með svona fót eru alltaf bjartsýnir. Þeir eru áhugasamir og með drifkraft. Þeir ráða vel við álag og eru mjög hjálpsamir. Þeir eru með mikla leiðtogahæfileika og eru náttúrulegir leiðtogar. Þeir eru aktífir, hafa áhuga á íþróttum og eru sköpunarglaðir.

D-fótur

Það einkennir þessa tegund fótar að stóratáin er yfirleitt stærst. Síðan verða tærnar minni eftir því sem fjær dregur þeirri stóru. Þeir sem eru með svona fót eru að sögn góðir í að búa yfir leyndarmálum. Þeir eru hvatvísir, glíma við miklar skapsveiflur sem geta oft valdið deilum. Þeir elska að hafa það huggulegt og láta ástina sína dekra við sig. Þeir eru ástríkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi