fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Grunaður um morð og tíu morðtilraunir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 16:00

Anthony Rauda. Mynd:Lögreglan í Los Angeles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles telur sig hafa haft hendur í hári manns sem hefur undanfarin tvö ár skotið á fólk í Malibu Creek þjóðgarðinum sem er vinsæll enda mikil náttúrufegurð þar og garðurinn vinsæll fyrir upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Það var eiginlega tilviljun að maðurinn náðist því lögreglan var að eltast við grunaðan innbrotsþjóf og handtók hann í óbyggðum nærri Los Angeles í október. Fljótlega fór lögregluna að gruna að hinn handtekni væri maður sem hafði skotið á fjölda manns og myrt einn í þjóðgarðinum á undanförnum tveimur árum.

Skotárásirnar hófust í nóvember 2016 þegar maður var skotinn og særður þar sem hann svaf í hengirúmi. Viku síðar var skotið inn í svefnrými bíls. Í júní á þessu ári var Tristan Beaudette, 35 ára, skotinn til bana í þjóðgarðinum en hann var sofandi í tjaldi ásamt tveimur dætrum sínum, tveggja og fjögurra ára.

Í tilkynningu frá saksóknara í Los Angeles var það Anthony Rauda, 42 ára, sem var handtekinn í óbyggðunum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Beaudette og tíu morðtilraunir auk fjölda innbrota.

Rauda á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um ákæruatriðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð