fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Grunaður um morð og tíu morðtilraunir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 16:00

Anthony Rauda. Mynd:Lögreglan í Los Angeles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles telur sig hafa haft hendur í hári manns sem hefur undanfarin tvö ár skotið á fólk í Malibu Creek þjóðgarðinum sem er vinsæll enda mikil náttúrufegurð þar og garðurinn vinsæll fyrir upptökur kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Það var eiginlega tilviljun að maðurinn náðist því lögreglan var að eltast við grunaðan innbrotsþjóf og handtók hann í óbyggðum nærri Los Angeles í október. Fljótlega fór lögregluna að gruna að hinn handtekni væri maður sem hafði skotið á fjölda manns og myrt einn í þjóðgarðinum á undanförnum tveimur árum.

Skotárásirnar hófust í nóvember 2016 þegar maður var skotinn og særður þar sem hann svaf í hengirúmi. Viku síðar var skotið inn í svefnrými bíls. Í júní á þessu ári var Tristan Beaudette, 35 ára, skotinn til bana í þjóðgarðinum en hann var sofandi í tjaldi ásamt tveimur dætrum sínum, tveggja og fjögurra ára.

Í tilkynningu frá saksóknara í Los Angeles var það Anthony Rauda, 42 ára, sem var handtekinn í óbyggðunum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Beaudette og tíu morðtilraunir auk fjölda innbrota.

Rauda á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um ákæruatriðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár